Hans Vöggur
Hans Vöggur er smásaga eftir rithöfundinn Gest Pálsson. Sagan er um vatnskarl, sem er starfsheiti manns sem stundar vatnsburð, og er líklega að einhverju leyti byggð á persónu og ævi Halldórs Absalons (sem hét réttu nafni Halldór Narfason) en hann var vatnskarl í Reykjavík um miðbik 19. aldar. [1] Sagan er skrifuð í anda raunsæisstefnunnar.