Hans Georg Kresse (Amsterdam, 3 desember 1921–Doorwerth, 12 mars 1992) var hollenskur myndasöguhöfundur. Hann vann til verðlauna með myndasögur sínar 1976 (Stripschapprijs).[1]

Ævi og störf

breyta

Hans G. Kresse, fæddur í Hollandi 1921, hóf feril sinn sem myndasöguhöfundur árið 1938 hjá tímaritinu De Verkenner.[2] Hann fór til Toonder Studios 1944, þar sem hann vann við ýmsar myndasögur. Þar byrjaði hann á sínum sögulega raunveruleikastíl sem einkenndi hann til loka. En 1950, gerði hann teikningar fyrir teiknimyndasöguna Andrés Önd skrifaða af Dick Dreux.[3]

Sama ár hóf hann meginverk sitt, víkingaseríuna Eric de Noorman. Eins og var venja með hollenskar myndasögur þess tíma, þá var textinn ritaður undir myndunum í stað talblaðra. Myndasagan kom fyrst út í flæmska dagblaðinu Het Laatste Nieuws, og var síðar gefin út í Hollandi og Vallóníu á frönsku. Serían var gefin út til 1964, og afleiðu-serían Erwin, de Zoon van Erik de Noorman hóf reglulega útgáfu 1966.[2]

Hin aðalserían, Les Peaux-Rouges, lýsir lífi indíána á nýlenduárum spænskra landkönnuða í N-Ameríku, hóf útgáfu hjá Casterman 1973. Kresse vvann við hana til 1982, en þá þurfti hann að hætta vegna versnandi sjónar.[2]

Myndasögur

breyta
  • Tarzan van de apen (1938-1940), í bókarformi 1983
  • Tom Texan (1940-1941), í bókarformi 1983
  • Siegfried (1943-1944), í bókarformi 1990
  • Robby (1945-1946), í bókarformi 1986
  • Per atoomraket naar Mars (1945), í bókarformi 1945, 1948, 1986
  • De gouden dolk (1946), í bókarformi 1946, 1948, 1976
  • Eric de Noorman (1946-1964), í bókarformi síðan 1948
  • De grote otter (1946), í bókarformi 1946, 1953, 1994
  • Xander (1947-1948), í bókarformi 1974, 1990
  • Detective Kommer (1947-1948), í bókarformi 1949, 1950
  • Matho Tonga (1948-1954), í bókarformi 1977
  • De zoon van het oerwoud (1954), í bókarformi 1994
  • Het Schatteneiland (1954), í bókarformi 1994
  • Roland de Jonge Jager (1957)
  • Pim en de Venusman (1959-1960)
  • Zorro (1964-1967), í bókarformi 1974, 2005
  • De boogschutter (1965)
  • Spin en Marty (1965)
  • Bonanza (1965-1966), í bókarformi 2007
  • Vidocq (1965-1970) og (1986-1988), í bókarformi 1970, 1977, 1978, 1980, 1990, 1991, 1995
  • Erwin, de zoon van Eric de Noorman (1966-1975), í bókarformi 1970, 1973 (2 bækur)
  • Minimic (1970)
  • Mangas Coloradas (1971-1972), í bókarformi 1973, 1993
  • Wetamo (1972-1973), í bókarformi 1973, 1992
  • Les Peaux-Rouges (Á víðáttum vestursins) 1973-1982
  • Alain d'Arcy (1976-1978), ií bókarformi 1979, 1980, 1980/1981

Les Peaux-Rouges (Á víðáttum vestursins)

breyta

Fyrstu fjórar bækurnar í seríunni Á víðáttum vestursins var gefin út af Fjölvútgáfunni (1977-8)

Tilvísanir

breyta
  1. „38 jaar de Stripschapprijs - 1974 – 2011“. Het Stripschap. Sótt 28. desember 2011.
  2. 2,0 2,1 2,2 Kees Kousemaker. „Hans G. Kresse“. Comiclopedia. Sótt 30. maí 2007.
  3. van Vondel, Bert (29. október 2017). „Dick Dreux, 1913-'78, kritisch auteur“ (hollenska). Sótt 29. júní 2020.