Halldór Ásgeirsson

Halldór Ásgeirsson (fæddur í Reykjavík árið 1956) er íslenskur myndlistarmaður. Hann stundaði nám við háskólann í París á 8. áratug og 9. áratug 20. aldar. Frá upphafi hefur hann unnið með fjögur aðalefni sem eru jörð, vatn, loft og eldur. Verkin hans felast í kvikmyndum, ljóðum, veggmyndum, sýningum og uppsettum hlutum, bæði innandyra og utandyra. Halldór hefur haldið sýningar víða um heim og búið í Japan hluta af ári.[1] Þema verka hans eru oft byggðar á náttúrulegum eiginleikum landsins eins og eldgos. Til dæmis árið 1992 fór Halldór að logsjóða hraungrjót og bjó til glös úr þeim. Eftir að hafa unnið með glös úr hrauni fór Halldór að vinna með tónlistarmönnum eins og CAPUT Ensemble hljómsveitinni.[2]

Vinnubrögð Halldórs Ásgeirssonar Halldór Ásgeirsson hefur verið með gjörninga. Til dæmis var hann með gjörning þar sem hann bræddi fimm hraunsteina ofan í jörðu. Þessir steinar komu fimm mismunandi löndum; Frakklandi, Ítalíu, Japan, Kína og Íslandi. Í garðinum þar sem Halldór Ásgeirsson var með gjörninginn hafði hann málað graffítiljóð með stafrófum þjóðanna sem steinarnir koma frá. Meiningin á bak við gjörninginn er sú að maðurinn og hans eðli er sprottin upp úr sömu rót eins og kvika úr iðrum jarðar.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Halldór Ásgeirsson“. Sótt 13. mars 2013 2013.
  2. „Halldór Ásgeirsson“. Sótt 13. mars 2013.
  3. „Listamannaspjall Halldórs Ásgeirssonar“. Sótt 2013.