Halít eða steinsalt er natrínklóríð í formi steindar; aðaleinkenni er saltbragðið.

Steinsalt

Lýsing

breyta

Hvítleitt eða grátt. Teningslaga kristallar, tvíburavöxtur finnst stundum. Leysist auðveldlega upp í vatni og er salt á bragðið.

  • Efnasamsetning: NaCl
  • Kristalgerð: kúbísk
  • Harka: 2
  • Eðlisþyngd: 2,1-2,2
  • Kleyfni: góð á þrjá vegu

Útbreiðsla

breyta

Er algengt víða í náttúrunni þar sem sjór eða salt vatn gufar upp. Gráleitar útfellingar í móbergi þar sem vatn hefur leyst út úr berginu. Á Íslandi finnst halít t.d. í Mýrdal, Surtsey og Eldfelli. Stærsta útfellingin er úr jarðsjó á Reykjanesi.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.