Hagnýtingarréttur

Hagnýtingarréttur er réttur eiganda eignar að eignarrétti til að hagnýta eign sína og með hvaða hætti, eða þess vegna að hagnýta hana ekki. Þennan rétt má að jafnaði framselja í heild eða hluta, varanlega eða tímabundið, og er þá handhafa hans heimilt að setja skilyrði þess efnis í framsalið. Þessi réttur getur verið háður takmörkunum skv. nábýlisrétti eða vegna nýtingu sameignar. Þekkt dæmi um slíkt í íslenskum lögum er skylda eigenda í fjöleignarhúsum um að eiga aðild að húsfélagi, og jafnvel stofna slíkt félag sé það ekki þá þegar til staðar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.