Hagldir eru horn- eða trélykkjur sem reipi var dregið í gegnum til að binda heybagga. Slík lykkja var nefnd högld en er nú notuð í fleirtölu í orðasambandinu að hafa tögl og hagldir sem merkir að ráða öllu.