Hafnasamband Íslands
Hafnasamband Íslands er félag sveitarfélaga sem reka hafnir. Sambandið var stofnað árið 1969 að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðild að samtökunum geta þau sveitarfélög átt sem reka höfn eða hafnasamlag.
Hafnir á Íslandi eru reknar sem sér rekstrareining innan sveitarfélaga, Hafnasambandið er málsvari þessara rekstrareininga gagnvart ríkinu, hvort sem er vegna fjármála, reglugerða eða laga.