H-bátur
H-bátur (H-ið stendur fyrir grísku heimilisgyðjuna Hestíu) er 27 feta (8,3 metra) langur kjölbátur hannaður af finnska skútuhönnuðinum Hans Groop árið 1967. Hugmyndin var að hanna bát sem gæti tekið við af hinum geysivinsæla Nordisk Folkbåt sem bæði kappsiglingaskúta og skemmtisiglingaskúta. Nokkrum árum síðar gerði danski bátasmiðurinn Paul Elvstrøm breytingar á gerðinni sem gerðu H-bátinn að betri kappsiglingabát.
H-báturinn er með 750 kg kjöl úr járni. Heildarþyngd skrokksins er eitt og hálft tonn. Í káetu er svefnpláss fyrir 3-4.
H-bátur er ein vinsælasta einsleita kjölbátagerðin í Evrópu. Hann er einkum algengur á Norðurlöndunum og á meginlandinu.