Húsnæðisáætlun
Húsnæðisáætlun er áætlun gerð af sveitarfélagi til að meta þörf fyrir íbúðarhúsnæði á komandi árum. Húsnæðisáætlanir voru gerðar að skyldu með breytingu á lögum um húsnæðismál júní 2018.[1] Byggt er á forsendum um breytingar á íbúafjölda og öðrum lýðfræðilegum þáttum svo sem fjölskyldustærð og aldurs- og kynjadreifingu. Húsnæðisstofn og mögulegar breytingar á honum er greindur með tilliti til mannfjöldabreytinga. Sveitarfélögin gera eða láta gera áætlanirnar sem gilda til fjögurra ára í senn en eru endurnýjaðar árlega. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer yfir húsnæðisáætlanir og leiðbeinir um gerð þeirra.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Breytingar á lögum um húsnæðismál“. Alþingi.