Húsafellssteininn
Húsafellssteininn er steinn við Húsafell sem vegur 186 kg og var notaður nálægt réttum á 18. öld. Snorri Björnsson prestur á Húsafelli var fyrst þekktur fyrir að lyfta steininum. Hann hefur verið notaður í kraftlyftingakeppnum. Sá sem getur lyft honum upp að hnjám er amlóði, upp að mitti er hálfsterkur og upp að brjósti og gengið með hann er fullsterkur. Eftirlíkingar hafa verið gerðar af steininum í alþjóðlegum keppnum.
Hafþór Júlíus Björnsson setti met þegar hann bar steininn meira en 98 metra árið 2019.