Höður
(Endurbeint frá Höður (norræn goðafræði))
Höður er goð af ætt ása í norrænni goðafræði. Hann var blindur en mjög sterkur.
Höður er þekktastur fyrir það að hafa orðið Baldri, sem kallaður var hinn hvíti ás, að bana. En ekkert átti að geta grandað Baldri þar sem allir hlutir jarðarinna höfðu lofað því. En það gleymdist að spyrja Mistilteininn og fyrir tilstilli Loka Laufeyjarsonar skaut Höður ör úr mistilteini í Baldur og varð það hans bani.
Höður er einn af þeim sem byggði hina nýju jörð eftir Ragnarök, en eftir hina miklu orrustu koma Baldur og Höður gangandi saman upp úr Helju.