Þjóðarmorð
Þjóðarmorð eða hópmorð felst í vísvitandi aðgerðum til að útrýma tiltekinni þjóð, þjóðarbroti, kynþætti eða trúarhópi að hluta eða í heild. Þessi skilgreining er sett fram í þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var árið 1948.[1] Meðal dæma um þjóðarmorð eru Helförin, þjóðarmorð Tyrkja á Armenum og þjóðarmorðið í Rúanda.
Hópmorð er skilgreint á eftirfarandi máta í íslenskum lögum, sem byggja á skilgreiningu í þjóðarmorðssáttmálanum:[2]
Eftirtaldir verknaðir teljast hópmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum:
- a) að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi,
- b) að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða,
- c) að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans,
- d) að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum,
- e) að flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps.
Talið er að um það bil fjörutíu og þrjú þjóðarmorð hafi átt sér stað á tímabilinu 1956–2016 og að þau hafi valdið dauða um 50 milljón manns og flæmt önnur 50 milljón manns í burtu.
Heimildir
breyta- ↑ „Legal definition of genocide“ (PDF). Sameinuðu þjóðirnar. Sótt 18. desember 2017.
- ↑ „Lög um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði“. Alþingi. 18. desember 2018. Sótt 7. apríl 2023.