Hólmfríður Indriðadóttir

Hólmfríður Indriðadóttir (1802–1885) var skáldkona á Hafralæk. Hún fæddist á Grænavatni í Mývatnssveit 1802 en ólst upp í Baldursheimi og á Þverá í Reykjahverfi þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þótt þau væru bjargálna mun Hólmfríður ekki hafa notið annarrar uppfræðslu en í lestri og barnalærdómi. Hún mun hins vegar hafa lært að skrifa fullorðin. Árið 1829 giftist Hólmfríður Jóni Jónssyni frá Hólmavaði. Voru þau hjónin fyrst í húsmennsku þar en bjuggu síðan um 26 ára skeið á Hafralæk. Þau áttu tíu börn en aðeins fimm náðu fullorðins aldri.

Ásamt systur sinni Sigurlaugu orti Hólmfríður Rímur af Þorsteini bæjarmagni og Ármannsrímur. Ein orti hún Rímur af Mirsa-Vitran og þær hafa verið prentaðar.

Hólmfríður var amma Sigurjóns Friðjónssonar.

Heimildir

breyta