Hólasandur er sandflæmi og stórt uppblásturssvæði milli Mývatns og Laxárdals. Þar er unnið að stóru landgræðsluverkefni. Um Hólasand liggur svokallaður Kísilvegur en það er vegur sem var lagður til að stytta leiðina frá Mývatni til Húsavíkur vegna kísilgúrverksmiðju sem starfaði við Mývatn. Landgræðslusvæðið er 130 km2 og er það svæði friðað og afgirt og er þar sáð lúpínu, birki, víði og fleiri tegundum.

Heimild

breyta