Hákon Finnsson (1876-1945) var íslenskur bóndi og framfarasinni, fæddur í Rangárvallasýslu en bjó lengi á Borgum í Nesjahverfi í Hornafirði og er oft kenndur við þann bæ. Hann skrifaði margar greinar um framfarir í landbúnaði í tímarit, og bókina Sögu smábýlis um eigin búskaparsögu og athafnir á Borgum á árunum 1920-1940. Hann var brautryðjandi í því að rækta kartöflur til sölu í Hornafirði, sem var um tíma stóratvinnuvegur þar.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.