Gyðingaharpa
Gyðingaharpa (munngígja og stundum einnig nefnd júðaharpa) er hljóðfæri sem haldið er að munni (vörunum) og er með þunnri stálfjöður sem slegin er með fingri og blásið létt. Munnhol þess sem leikur á gyðingahörpuna myndar hljómbotn. Gyðingaharpan er eingöngu kennd við gyðinga en tengist gyðingdóminum ekki neitt. Johann Georg Albrechtsberger, kennari Beethovens, samdi að minnsta kosti sjö konserta fyrir gyðingahörpu, mandóru og strengjahljóðfæri.