Gvæjanskur dalur (gjaldmiðlatákn: $, G$ og GY$; ISO: GYD) hefur verið opinber gjaldmiðill Gvæjana frá 29. janúar 1839. Upphaflega átti hann að auðvelda breytinguna frá hollensku gyllini að breska sterlingspundinu. Á þeim tíma var spænskur dalur algengur gjaldmiðill í Vestur-Indíum og var notaður samhliða sterlingspundinu í Gvæjana með genginu 1 dalur á móti 4 skildingum og tveimur pensum. Árið 1951 tóku Bretar upp tugakerfi fyrir mynt og tók breytingin gildi í öllum löndum breska heimsveldisins. Þegar virði sterlingspundsins tók að dala í upphafi 8. áratugarins tóku Austur-Karíbahafsríkin (sem Gvæjana var hluti af) upp tengingu sinna gjaldmiðla við Bandaríkjadal.

Gvæjanskur 10-dala seðill.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.