Gunnar Dal
íslenskur rithöfundur, heimspekingur, kennari og skáld
Gunnar Dal (skírður Halldór Sigurðsson) (4. júní 1923 – 22. ágúst 2011) var íslenskur rithöfundur, heimspekingur, kennari og skáld. Gunnar skrifaði mikið um heimspeki, en gaf einnig út nokkrar skáldsögur og öllu fleiri ljóðabækur. Hann þýddi einnig talsvert af ljóðum sem flest eru heimspekilegs eðlis. Um árabil starfaði Gunnar við kennslu við Gagnfræðaskólann í Keflavík og síðar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hann kenndi heimspeki og íslensku.
Verk Gunnars Dal
breyta- Vera. Ljóð. 1949.
- Sfinxinn og hamingjan. Kvæði. 1953. (2. útg. 1954)
- Rödd Indlands. 1953.
- Þeir spáðu í stjörnurnar. 1954.
- Sókrates. 1957.
- K. Gibran: Spámaðurinn. 1958. (7. útg. 1986)
- Októberljóð. 1959.
- Leitin að Aditi. 1961.
- Tveir heimar. 1961.
- Líf og dauði. 1961.
- Hinn hvíti lótus. Indversk heimspeki. 1962.
- Yoga Sútra Patanjalis. Indversk heimspeki. 1962.
- Sex indversk heimspekikerfi. 1962.
- Grískir heimpekingar. 1962. (2. útg. 1981)
- Öld Sókratesar. 1963.
- Varnarræða Sókratesar. 1963.
- Raddir morgunsins. Ljóð. 1964.
- R. Tagore : Móðir og barn. 1964.
- Plató. (1967).
- Aristóteles. (1967).
- Orðstír og auður. Skáldsaga. 1968.
- Á heitu sumri. Skáldsaga. 1970. Bók um ástir og æsku í uppreisn.
- Indversk heimspeki. 1972.
- Kamala. Saga frá Indlandi. Skáldsaga. 1976.
- Ef ég væri ekki hér þá væri ég þar.
- Kastið ekki steinum. Ljóðasafn. 1977.
- Með heiminn í hendi sér. Fimm hugsuðir á 19.og 20 öld. 1978.
- Existentíalismi. 1978.
- Lífið á Stapa. Ljóð. 1979.
- Heimspekingar Vesturlanda. 1979.
- Gúrú Góvinda. Skáldsaga. 1980.
- Öld fíflsins. Ljóð. 1981 (1982).
- Hundrað ljóð um Lækjartorg. 1982.
- Heimsmynd okkar tíma. 1983.
- Orð milli vina. Ljóð. 1984.
- Undir skilningstrénu. Ljóð. 1985.
- Borgarljóð. 1986.
- Mannssonurinn (þýdd ljóð). 1986.
- Reykjavíkurljóð. 1987.
- Dagur sem aldrei gleymist : afmælisbók með frumsömdum og þýddum ljóðum. 1988.
- Afmælisdagabók. 1988.
- Land minna mæðra. Ljóð. 1988.
- Hin trúarlega heimsmynd. 1990.
- Raddir morgunsins. Úrval ljóða. 1990.
- Hús Evrópu. 1991.
- Heimsmynd heimspekinnar. 1991.
- Heimsmynd listamanns. 1991.
- Að elska er að lifa. 1996.
- Í dag varð ég kona. 1997.
- Lífið eftir lífið. 1997.
- Þriðja árþúsundið. 2004.
Tenglar
breyta- Heimspekiskóli Gunnars Dal (mörg verka hans í stafrænu formi).