Gullregn (kvikmynd)
Íslensk kvikmynd frá árinu 2020
Gullregn er íslensk kvikmynd sem frumsýnd var 10. janúar 2020. Myndin er byggð á samnefndu leikriti sem sýnt var í Borgarleikhúsinu árið 2012.
Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Indíönu Jónsdóttur sem lifir á bótum þó alheilbrigð sé. Indíana býr í blokkaríbúð í Fellahverfinu í Breiðholti umkringd nágrönnum af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gullregn, verðlaunatré sem er stolt hennar og yndi. Þegar einkasonur hennar, Unnar sem leikinn er af Hallgrími Ólafssyni, kemur heim með kærustu af erlendum uppruna snýst heimur Indíönu á hvolf.[1]
Leikstjóri og handritshöfundur var Ragnar Bragason.
Tilvísanir
breyta- ↑ Man.is, „Kvikmyndin Gullregn frumsýnd 10. janúar“ Geymt 13 janúar 2021 í Wayback Machine (skoðað 11. janúar 2021)