Guðríðarkirkja
Guðríðarkirkja er kirkja Grafarholtssafnaðar í Reykjavík. Kirkjan stendur við Kirkjustétt í Grafarholtshverfinu í Reykjavík og þjónar íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals. Grafarholtssöfnuður var stofnaður árið 2003 en kirkjan var vígð í desember árið 2008. Arkitektar byggingarinnar voru Þórður Þorvaldsson og Guðrún Ingvarsdóttir hjá Arkþingi hf.[1] Kirkjan er kennd við Guðríði Þorbjarnardóttur landkönnuð og er fyrsta íslenska kirkjan sem heitir eftir konu.[2][3]
Fyrsti sóknarprestur Guðríðarkirkju var sr. Sigríður Guðmarsdóttir en núverandi sóknarprestur er sr. Karl V. Matthíasson.
Tilvísanir
breyta- ↑ Gudridarkirkja.is, „Einstök byggingarsaga Guðríðarkirkju“ (skoðað 21. júlí 2019)
- ↑ Kirkjukort.net, „Guðríðarkirkja (2008)“ Geymt 19 júlí 2019 í Wayback Machine (skoðað 19. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Guðríðarkirkja vígð“, (skoðað 21. júlí 2019)