Guðjón Baldvinsson

íslenskur sósíalisti

Guðjón Baldvinsson (fæddur 1. júlí árið 1883 á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, látinn 10. júní 1911) var íslenskur sósíalisti. Hann hóf nám í Lærða skólanum í Reykjavík 1901 og síðar í Kaupmannahafnarháskóla 1906 þar sem hann nam norræna málfræði og heimspeki. Guðjón flutti aftur til Íslands 1908 án þess að hafa lokið prófi, en hann var hjartveikur og heilsulaus. Hann stofnaði fyrsta unglingaskólann í Svarfaðardal og málfundafélag. Guðjón starfaði sem barnakennari á Ísafirði um skeið og lést þar árið 1911.

Guðjón Baldvinsson

Guðjón var einn fyrstur Íslendinga til að boða sósíalisma hér á landi og hafði mótandi áhrif á íslenska stjórnmálamenn, þ.á.m. Ólaf Friðriksson og Jónas frá Hriflu sem voru báðir meðal stofnenda Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins. Jónas sagði að Guðjón hefði verið andlegur töframaður sem hefði falið sér ævistarf og lífsstefnu, en að félagar Guðjóns í háskólanum hefðu haft óbeit á honum vegna hugmynda hans um að lyfta alþýðunni. Guðjón hafði beitt sér fyrir því að Jónas frá Hriflu fengi námsstyrk er hann var að hverfa frá námi við Oxford árið 1908 vegna fátætkar.[1] Ólafur Friðriksson sagði Guðjón minnistæðasta mann sem hann hefði kynnst í Danmörku og að hann hefði kynnt fyrir sér jafnaðarstefnuna.[2]

Rit Pjotr Kropotkin höfðu mikil áhrif á stjórnmálaviðhorf Guðjóns.

Sigurður Nordal skrifaði grein um Guðjón í Rétt árið 1915, en þeir voru skólabræður og sambýlismenn á námsárum þeirra í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Sigurður sagði að líklega hefði enginn haft eins mikil áhrif á sig og Guðjón.[3]

Vinir Guðjóns reistu honum minnisvarða eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara í Eyrarkirkjugarði á Ísafirði.

Heimildir

breyta
  1. „Lesbók Morgunblaðsins - 43. tölublað (30.11.1991) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 12. ágúst 2021.
  2. „Réttur - 4. Hefti - Megintexti (01.10.1972) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 12. ágúst 2021.
  3. „Réttur - 1. Hefti - Megintexti (01.02.1917) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 12. ágúst 2021.