Grettir (köttur)
Grettir er bandarísk teiknimyndasaga og hugarfóstur Jim Davis. Hún hefur verið gefin út frá árinu 1978 og fjallar um ævi kattarins Grettis, eiganda hans Jón og hund Jóns, Odie. Fyrir utan teiknaðar sögur í dagblöðum og bókum hafa einnig verið gerðar kvikmyndir um hann. Grettir er stærsta gamanteikningaröð heims hvort sem litið er til útbreiðslu eða tekna sem hljótast af henni.
Talið er að þýðandi Morgunblaðsins hafi gefið honum sitt íslenska nafn þar sem hann var rauðhærður eins og útlaginn Grettir Ásmundarson.[heimild vantar]
Persónur
breyta- Grettir — loðinn appelsínugulur og latur köttur sem er fíkinn í pasta og lasanja og söguhetja
- Oddi — gulur veiðihundur með langa tungu
- Jón — eigandi Grettis, vandræðalegur og klaufalegur nörd sem á erfitt að finna konu
- Nermal – Óvinur Grettis, kallar sig sætasta kettling í heimi
- Arlene – Kærasta Grettis
- Pooky
- Dr. Liz Wilson — dýralæknir Grettis sem Jon hefur lengi verið skotinn í
Kvikmynd
breyta- Grettir (2004)
- Grettir 2 (2006)
- Grettir bíómyndin (2024)