GreenBrowser
GreenBrowser er ókeypis vafri, sem ekki er lengur studdur, frá kínverska fyrirtækinu morequick sem notast við Trident-myndsetningarvélina úr Internet Explorer. Honum er ætlað að nýta sér minna vinnsluminni en Explorer. GreenBrowser er skyldur kínverska vafranum Maxthon sem aftur byggðist á vinsælli kínverskri útfærslu Internet Explorer frá 2000, MyIE.
Tenglar
breyta- Vefur morequick Geymt 4 júlí 2003 í Wayback Machine