Granat er háhitasteind og er flokkur steinda með mismunandi efnasamsetningu.

Granat

Lýsing

breyta

Myndar smáa glergljáandi margflötunga. Rauðbrúnn eða brúnleitur á lit. Er harðasta steintegund landsins.

  • Efnasamsetning: Ca3(Al,2 Fe2)(SiO4)
  • Kristalgerð: Kúbísk
  • Harka: 6½-7½
  • Eðlisþyngd: 3,4-3,6
  • Kleyfni: Ógreinileg

Myndun og útbreiðsla

breyta

Finnst í mjög ummynduðu bergi við innskot og hefur líka fundist í úrkulnuðum jarðhitasvæðum, djúpt við rætur megineldstöðva þá með epidóti og í sprungum nálægt innskotum. Byrjar að myndast við 300 °C hita. Á Íslandi finnast aðallega járnríkt granat (andradrít), kalsíumríkt granat (grossular) og eina tegundin sem inniheldur bundið vatn (hydrogrossular). Helstu fundarstaðir á Íslandi eru Setbergseldstöðin, Hvalfjarðareldstöðin, nálægt innskotum á Suðausturlandi, við Geitafell, Vestrahorn og Slaufrudal.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.