Grípisspá
Grípisspá er eitt af yngstu eddukvæðunum, frá seinni hluta 12. aldar eða 13. öld. Það er hálfgert yfirlitskvæði um ævi Sigurðar Fáfnisbana. Giskað hefur verið á að Grípisspá sé ort sem inngangur að kvæðunum um Völsunga og Niflunga og sé verk þess manns sem safnaði þeim í eina heild.
Söguþráður
breytaSigurður Fáfnisbani er ungur og fer til Grípis, móðurbróður síns, að leita frétta um ókomna ævi sína. Grípur er tregur til að segja honum um öll hin þungbæru örlög sem bíða hans en lætur þó undan beiðni hans. En Sigurði er mest í mun að hafa alltaf góðan málstað, hvað sem á dynur. Í kvæðislok er skilnaði þeirra og árnaðaróskum lýst.
Tenglar
breyta- Grípisspá; af Cybersamurai.net Geymt 23 nóvember 2010 í Wayback Machine