Grásteinn
Grásteinn er steinn á Álftanesi. Á Grandanum þegar ekið er frá Garðabæ til Álftaness eru vegamót. Bessastaðir eru til hægri, Suðurnesvegur til vinstri og Norðurnesvegur beint áfram. Fyrir sunnan þessi vegamót er sá merki steinn Grásteinn, sem er álagasteinn. Á steininum eru för sem sýna að reynt hefur verið að færa hann úr stað eða brjóta hann niður. En sagan segir að þegar eitt sinn hafi verið reynt að færa hann úr stað sýndist mönnum Eyvindarstaðir standa í björtu báli og hættu við flutninginn. Grásteini fylgir einnig sú trú þeim vegfarendurm sem fara varlega framhjá honum muni vel farnast.
Álfasteinar eru nokkrir steinar fyrir sunnan Grástein. Í þeim áttu að búa álfar. Grásteinn birtist í bíómyndinni Sumarlandið eftir Grím Hákonarson, þar sem hann sjálfur er álfasteinn.
-
Grásteinn
-
Grásteinn
-
Grásteinn
-
Bessastaðir
-
Álfasteinar