Grá líftækni er líftækni sem fjallar um förgun úrgangs, svo sem skólps og sorps, með aðstoð lífvera. Tveggja þrepa skólphreinsun, þar sem stýrt bakteríuþýði brýtur niður ýmis næringarefni í skólpi, er dæmi um gráa líftækni. Ísland hefur staðið framarlega í framleiðslu metans úr sorpi.[1] Fyrirtæki sækjast í nýjar leiðir við förgun sorps og hafa einnig hafið moltugerð úr sorpi.[2] Þá eru hitakærar örverur notaðar við niðurbrot lífræns úrgangs við loftháðar aðstæður.[3]

Heimildir breyta

  1. Molta stórhuga http://www.natturan.is/frettir/1154/ Geymt 19 ágúst 2010 í Wayback Machine
  2. Jarðgerðarstöð Moltu ehf. http://www.flokkun.is/news/enginn_titill0/
  3. AVaxtarsamningur Eyjafjarðar http://www.afe.is/vaxey/?cid=537[óvirkur tengill]

Tenglar breyta

 
Wikipedia
Líftæknigátt
Tenglasafn í líftækni