Google Docs

Google Skjalavinnsla er skýjabundið ritvinnsluforrit, innifalið sem hluti af G Suite.

Google Docs, Sheets og Slides eru ókeypis skrifstofuhugbúnaður (ritvinnsluforrit, töflureiknir og glæruforrit) með vefviðmót frá Google. Hægt er að nota þessi forrit, og mörg önnur, í skráahýsingaþjónustu Google, Google Drive. Hægt er að búa til skjöl, deila þeim með öðrum notendum og breyta þeim í samvinnu. Google Docs er nátengt Google Drive. Öll skjöl sem búin eru til í Google Docs eru sjálfvirkt vistuð í Google Drive.

Skjáskot af Google Docs í notkun.

Google Docs er aðgengilegt sem vefforrit og sem smáforrit fyrir Chrome og Android þar sem hægt er að stofna og breyta skjölum án tengingar við Internetið. Hægt er að sækja skjölin í ýmsu sniði, svo sem Microsoft Office-sniðum og sem PDF-skjöl.

Google Docs byggir á vefritvinnsluforritinu Writely sem var hleypt af stokkunum árið 2005 og Google Spreadsheets sem Google gaf út árið 2006. Fyrr það ár keypti Google fyrirtækið á bak við Writely. Árið 2007 fengu ákveðnir hópar notenda að prófa forritin sem þá voru í betu og sama ár bættist glæruforritið við eftir kaup Google á Tonic Systems. Árið 2009 voru forritin gefin út. Árið 2012 voru þau felld undir skráahýsingarþjónustuna Google Drive.

Tenglar

breyta