Gleiwitz-atvikið
Gleiwitz-atvikið (þýska: Überfall auf den Sender Gleiwitz) átti sér stað þann 31. ágúst 1939 þegar þýskar SS-sveitir fölsuðu árás á útvarpsstöðina í Gleiwitz. Þetta var eitt af mörgum fölsuðum atvikum á vegum SS-sveitanna sem áttu sér stað fyrir seinni heimsstyrjöldina.
Gleiwitz-atvikið var hluti af Unternehmen Tannenberg sem hyggðist réttlæta innrás í Pólland. Einum degi eftir atvikið, þann 1. september 1939, réðust Þjóðverjar inn í Pólland.