Löggerningur

(Endurbeint frá Gjafagerningur)

Löggerningur er lögfræðilegt hugtak, notað yfir hvers kyns viljayfirlýsingar manna sem ætlað er að stofna rétt, fella rétt niður eða breyta rétti.

Gjafagerningur

breyta

Gjafagerningur er löggerningur þar sem loforðsgjafinn stofnar, fellir eða breytir rétti í hag móttakandans án þess hinn síðarnefndi taki á sig (auknar) skuldbindingar, en þó er mögulegt að innan þess falli gerningar sem fela í sér afmarkaðar kvaðir eins og að fara skuli með andlag gerningsins með ákveðnum hætti. Gjafir á milli fólks eru þekkt dæmi um gjafagerninga.

   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.