Gjóskugos er eldgos sem lýsir sér þannig að eldfjallið ryður aðallega upp úr sér gjósku en ekki hrauni. Ástæðurnar fyrir því að gjóska er aðalefnið eru einkum tvær. Í fyrsta lagi getur vatn komist að kvikunni og hún tæst í sundur í öskuagnir. Eldgos af þessari gerð hafa verið kölluð þeytigos og eru þau algeng gjóskugos.

Í öðru lagi getur ástæðan fyrir miklu gjóskumagni verið sú að í kvikunni er mikið af rokgjörnum efnum þannig að aragrúi smáblaðra myndast. Þessar blöðrur þenjast út í kvikunni þegar hún nálgast yfirborðið. Við það tætist kvikan í sundur í samfelldum sprengingum og vikur og aska þyrlast upp í andrúmsloftið. Þessi gerð gosa hefur stundum verið nefnd freyðigos. Í hinni alþjóðlegu eldfjallafræði nefnast þau Vulkangerð.

Surtsey varð til í gjóskugosi. Kötlugosið 1755 er vafalítið mesta gjóskugos Kötlu.

  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.