Geðrofslyf
Geðrofslyf eru geðlyf sem er ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum geðrofs hjá fólki. Geðrofslyf eru sérstaklega notuð af þeim sem þjást af geðklofa eða geðhvarfasýki.
Ýmis geðrofslyf
breytaGeðrofslyfjum er gjarnan skipt í tvo flokka; fyrstu kynslóðar lyf sem eru eldri og síðan annarrar kynslóðar og nýrri lyf. [1]
Fyrsta kynslóð geðrofslyfja eru m.a:
- Haldol (virka efnið Haloperidol)
- Largactil (Chlorpromazine)
- Nozinan (Levomepromazine)
Annarrar kynslóðar lyf eru:
- Abilify (Aripiprazole)
- Risperdal (Risperidone sem umbreytist í Paliperidone í lifur)
- Invega (Paliperidone)
- Seroquel (Quetapine)
- Zyprexa (Olanzapine)
- Clozaril (Clozapine)
Árið 2012 fengu um 10 þúsund Íslendingar ávísað geðrofslyfum.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Rang, H.P.; Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 978-0-7020-5363-4.
- ↑ „Kostnaður vegna geðrofslyfja fer lækkandi“, Vísir.is 10. janúar 2013 (skoðað 11. janúar 2013).