Regensen

(Endurbeint frá Gamli Garður)

Regensen (Garður eða Gamli Garður [1]) er fornfrægur stúdentagarður við Kanúkastræti í Kaupmannahöfn. Þar bjuggu flestir íslenskir stúdentar sem fóru utan til náms við Kaupmannahafnarháskóla á 18. og 19. öld. Jónas Hallgrímsson bjó á Regensen í 5 ár.

Regensen (Garður), Sívaliturn í bakgrunni

Þegar óánægja með hið danska einveldi fór vaxandi þá var óánægjan mest meðal prófessora og stúdenta við Kaupmannahafnarháskóla og helsti suðupottur nýrra hugmynda var Garður. Dönsk yfirvöld reyndu að bæla þessar hræringar niður með ýmsum ráðum. Íslensk sjálfstæðishreyfing varð til og mótaðist í því andrúmslofti sem ríkti á Regensen.

Helsti foringi danskra stúdenta á Garði upp úr 1835 var skáldið Carl Ploug sem síðar varð áhrifamaður í dönskum stjórnmálum. Þegar Friðrik VI dó árið 1839 efndu garðstúdentar til mótmælafundar.

Lýsing á aðbúnaði íslenskra stúdenta á Regensen:

Regentsen, stúdentabústaðurinn alkunni, af íslendingum kallaður »Garður«, stendur við Kjöbmagergade (á Garðmáli: Kaupmakaragata) á horninu á Kannikestræde, andspænis- Sívalaturni í miðjum Kaupmannahafnarbæ. Garður var bygður árið 1624 af Kristjáni Danakonungi fjórða, sem svo margar aðrar merkar stórbyggingar liggja eptir, t. a. m. Rósenborgarhöll, Börsen (kaupmannasamkomuhúsið) o. fl. Veggirnir eru hlaðnir úr rauðum múrsteini, og myndar húsið ferhyrning rneð opnu svæði innan í (garðinn), plantað trjám; stærst af þessum trjám er linditréð í miðjum garðinum, sem nú er 110 ára gatnalt. Fyrir nokkrum árurn héldu eldri og yngri Garðbúar stórt gildi í minningu 100 ára afmælis þeSsa veglega öldungs. Á sumrin eru borð og bekkir undir trénu, óg hafa margir Garðbúar, ekki sízt íslendingar, lifað sínar ánægjulegustu Garðsstundir undir greinum þess. Linditréð er því sannkallaður vinur allra Garðstúdenta, enda spöruðu þeir ekki, að sögn, að drekka skál þess vel og rækilega við hið áðurnefnda afmælisgildi. Á Garði búa 100 stúdentar, tveir og tveir saman í tveim smáum herbergjum, ennfremur Garðprófastur, valinn úr tölu háskólakennaranna, og varaprófastur, sem er umsjónarmaður og aðstoðarmaður Garðprófasts við heimilisstjórnina; auk þess er þar bústaður fyrir dyravörð, sem sem líka hefir greiðasölu fyrir Garðstúdenta. Auk þess að Garðbúar njóta húsnæðis og eldiviðar borgunarlaust, fá þeir 40 kr. styrk á mánuði (Kommunitet). Af þessum styrk verða þeir þó að greiða rúmar 4 kr. á mánuði fyrir þjónustu. Sem hlunnindi má ennfremur nefna gott bókasafn, þar sem stúdentar endurgjaldslaust geta feingið bækur að láni, svo og lestrarsalinn og saungstofuna með »flýgeli« fyrir þá, sem syngja og spila. Af því, sem sagt hefir verið, er auðséð, að Garðvistin með þeim hlunnindum, sem henni fylgja muni vera »eptirspurð vara«. Íslendingar eru þó, eins og kunnugt er, æði miklu betur settir í þessu tilliti en Danir; þeir eru nefnilega »priviligeraðir«, o: eiga heimting á að fá Garð eða þann styrk, sem því svarar, undir eins og þeir koma til háskólans, þegar þeir hafa sæmilegt stúdentspróf. Öðruvísi er ástatt með Dani; skilyrðið fyrir því, að þeir geti feingið Garð, er — með fáeinum undantekningum — að þeir hafi góð próf, séu efnalitlir og hafi sýnt iðni við háskólanámið fyrstu 2 eða 3 árin af háskólavistinni. Af þessu leiðir meðal annars, að það er talsverður munur á íslendingum og Dönum á Garði. Danir eru venjulega úrval af þeirra líkum, þeir eru þessutan reyndari og andlega þroskaðri, þegar þeir koma á Garð, og hafa betra vit á að verja tímanum vel.

Tilvísanir

breyta
  1. Lesbók Morgunblaðsins 1954

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta