Galisía (Austur-Evrópa)
(Endurbeint frá Galisía (Austur-Evrópu))
Galisía (pólska: Galicja, úkrainska: Галичина, þýska: Galizien, ungverska: Gácsország) er sögulegt landsvæði í austurhluta Mið-Evrópu sem nú er leyst upp og tilheyrir nú að hluta til Póllandi og að hluta til Úkraínu.
Vesturfurstadæmið í Úkraínu, Galisía, var stofnað á 12. öld og innlimað í Pólland á 14. öld. Galisía var hluti af Austurríki-Ungverjalandi 1772-1919.
Íbúar Galisíu, Bukovinu og héraðsins Karpata-Úkraínu stofnuðu lýðveldið Austur-Galisíu árið 1918. Það var sameinað Úkraínu og innlimað í Sovétríkin en ári síðar var Austur-Galisía sett undir Pólland í friðarsamningunum í París.