Gagnhyggja

Heimspekikenning

Gagnhyggja eða pragmatismi (hefur líka verið þýtt á íslensku sem gagnsemishyggja, notahyggja, hentistefna, verkhyggja og athafnaheimspeki) er heimspekikenning um sannleikann sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna á síðari hluta 19. aldar. Hún gengur í stuttu máli út á að „það sem gengur upp er satt“. Mikilvægir þættir kenningarinnar eru þrásækni afleiðinga, gagnsemi og hagkvæmni sannleikans. Gagnhyggjan hafnar því að hugmyndir og vitsmunir gefi nákvæma mynd af raunveruleikanum og er því andstæð kenningum formhyggju og skynsemishyggju. Staðfesti tilraun tilgátu, þá er hún rétt ef allt gengur upp. Gagnhyggjumenn nota þó mismunandi aðferðir við tilraunir á tilgátum.

Upphaf gagnhyggju hefur verið rakið til skrifa fjölfræðingsins Charles Sanders Peirce.

Upphafsmenn gagnhyggju voru bandarísku heimspekingarnir Charles Sanders Peirce, William James og John Dewey. Árið 1878 setti Peirce fram það sem hann kallaði hagnýtu meginregluna (sem stefnan dregur nafn sitt af): „Íhugaðu hvaða áhrif, sem gætu hugsanlega haft hagnýta þýðingu, við eignum viðfangi hugtaks okkar. Þá er hugmynd okkar um þessi áhrif allt umfang hugmyndar okkar um hlutinn“.[1][2]

Tilvísanir

breyta
  1. Oddný Þorvaldsdóttir (2024). Pragmatísk menntaheimspeki: Erindi Deweys í nútímanum (PDF) (MA thesis). Háskóli Íslands. bls. 24.
  2. Peirce, C.S. (1878). „How to Make Our Ideas Clear“. Popular Science Monthly. 12: 286–302. „Consider the practical effects of the objects of your conception. Then, your conception of those effects is the whole of your conception of the object.“
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.