Gagnályktun
Gagnályktun er rökfræðileg ályktun sem felst í því að eftir atvikum megi einnig túlka staðhæfingu á þann veg að annað eigi við um önnur tilvik en þau sem staðhæfingin sjálf nær yfir. Dæmi um slíkt er að gagnálykta megi út frá fortakslausu skilyrði um tiltekinn lágmarksaldur til að afla sér ökuskírteinis að yngri einstaklingum sé óheimilt að afla sér þeirra.
Í lögfræði felur gagnályktun í sér að ályktað er að önnur regla eigi við um málsatvik en sú sem er til skoðunar.