Gaddur
Gaddur er búfjársjúkdómur, sem orsakast af eitrun vegna flúors í eldgosaösku. Hann lýsir sér sem misslit á jöxlum. Slitfletir verða ójafnir sem gerir jórturdýrum erfitt að bíta, tyggja og jórtra. Flúor hefur mismunandi áhrif á tennurnar. Mýkir sumar meðan aðrar haldast harðar, þær mjúku slitna því hraðar og misvægi verður á jaxlaröðinni þar sem mjúku tennurnar verða fljótlega lítið annað en litlir tindar eða gaddar, en af því dregur sjúkdómurinn nafn sitt.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Áhrif eldgosa á dýr“ (PDF). Sigurður Sigurðarson dýralæknir tók saman. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. mars 2016. Sótt 4. mars 2013.