Gaddur er búfjársjúkdómur, sem orsakast af eitrun vegna flúors í eldgosaösku. Hann lýsir sér sem misslit á jöxlum. Slitfletir verða ójafnir sem gerir jórturdýrum erfitt að bíta, tyggja og jórtra. Flúor hefur mismunandi áhrif á tennurnar. Mýkir sumar meðan aðrar haldast harðar, þær mjúku slitna því hraðar og misvægi verður á jaxlaröðinni þar sem mjúku tennurnar verða fljótlega lítið annað en litlir tindar eða gaddar, en af því dregur sjúkdómurinn nafn sitt.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Áhrif eldgosa á dýr“ (PDF). Sigurður Sigurðarson dýralæknir tók saman. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. mars 2016. Sótt 4. mars 2013.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.