Póló og Erla Stefánsdóttir

(Endurbeint frá GEOK 253)

Póló og Erla Stefánsdóttir er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1967. Á henni flytja Póló og Erla Stefánsdóttir fjögur lög. Platan er hljóðrituð í mono. Ljósmyndir tók Ljósmyndastofa Páls. Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.

Póló og Erla Stefánsdóttir
Bakhlið
CEOK 253
FlytjandiPóló og Erla Stefánsdóttir
Gefin út1967
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Lagalisti breyta

  1. Ég bíð þín - Lag - texti: L. Vandyke - Birgir Marinósson
  2. Hin liúfa þrá - Lag - texti: Birgir Marinósson
  3. Lóan er komin - Lag - texti: Ísl. Þjóðlag - Páll Ólafsson
  4. Brimhljóð - Lag - texti: Rosso Brassa - Birgir Marinósson

Textabrot af bakhlið plötuumslags breyta

 
Erla Stefánsdóttir er borinn og barnfæddur Þingeyingur, en fluttist ung að árum til Akureyrar. Hún hóf söngferil sinn árið 1964 með hljómsveitinni Póló. Um eins og hálfs árs skeið söng Erla með hljómsveit Ingimars Eydal, en byrjar nú aftur að syngja með Póló eftir hálfs árs hvíld. Erla syngur hér á sinni fyrstu hljómplötu. Útgefandi er Tónabúðin Akureyri.
 
 
NN

Lóan er komin breyta

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindi, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vakna og vinna,
vonglaður taka nú sumrinu mót .