Góð trú eða grandleysi er hugtak í lögfræði, sem má rekja allt til Rómarréttar (bona fides). Það merkir, að maður viti ekki um atvik, sem varða réttarstöðu hans, og vanrækslu hans sé ekki um þennan þekkingarskort að kenna. Þá getur hann öðlast rétt, sem hann nyti ekki, ef hann teldist vera í vondri trú. Undir vanrækslu fellur margs konar óaðgæsla, þar á meðal vanviska í lögum og túlkun þeirra.

Heimildir

breyta
  • Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín, bls. 158 – 159, Reykjavík 1973.
  • Gulbransen, Egil: Juridisk Leksikon, bls. 88, Oslo 1973.