Gérard Genette (7. júní 193011. maí 2018) var franskur bókmenntafræðingur sem er þekktastur fyrir skrif sín um frásagnafræði, grein sem hann átti þátt í að skapa ásamt fleira fræðafólki sem kennt hefur verið við póststrúktúralismann í hugvísindum á 7. áratug 20. aldar. Hann stofnaði tímaritið Poétique árið 1970 ásamt Tzvetan Todorov og Hélène Cixous. Skrif hans um frásagnafræði komu út sem þrjár ritgerðir, Figures I-III (1966-1972) og í bókinni Nouveau Discours du récit (1983). Árið 1979 setti hann fram hugmyndina um erkitextann (tengsl texta við bókmenntategundir, málsnið o.s.frv.) í Introduction à l'architexte og árið 1982 kom út bókin Palimpsestes: La Littérature au second degré þar sem hann þróaði áfram hugtakið textatengsl sem Julia Kristeva og Roland Barthes, meðal annarra, höfðu áður unnið með.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.