Gáttatif (e. atrial fibrillation) er algeng hjartsláttartruflun sem veldur óreglulegum hjartslætti sem oft er hraður. Greining á gáttatifi er gerð með hjartalínuriti (e. electrocardiogram). Greiningin byggist á óreglulegri sleglavirkni (óregluleg RR bil) og skorti á P bylgjum. Gáttatif getur verið einkennalaust en oft fylgir því hraður hjartsláttur, hjartsláttaróþægindi, slappleiki, þreyta, svimi, skert úthald og/eða mæði. Nauðsynlegt er að meta áhættu á heilablóðfalli og segamyndun hjá einstaklingum með gáttatif og við aukna áhættu er mælt með blóðþynnandi lyfjameðferð.[1][2]

Tilvísanir

breyta
  1. Kirchhof, Paulus; Benussi, Stefano; Kotecha, Dipak; Ahlsson, Anders; Atar, Dan; Casadei, Barbara; Castella, Manuel; Diener, Hans-Christoph; Heidbuchel, Hein (7. október 2016). „2016 ESC Guidelines for the management of atrial fibrillation developed in collaboration with EACTS“. European Heart Journal (enska). 37 (38): 2893–2962. doi:10.1093/eurheartj/ehw210. ISSN 0195-668X.
  2. January, Craig T.; Wann, L. Samuel; Calkins, Hugh; Chen, Lin Y.; Cigarroa, Joaquin E.; Cleveland, Joseph C.; Ellinor, Patrick T.; Ezekowitz, Michael D.; Field, Michael E. (9. júlí 2019). „2019 AHA/ACC/HRS Focused Update of the 2014 AHA/ACC/HRS Guideline for the Management of Patients With Atrial Fibrillation: A Report of the American College of Cardiology/American Heart Association Task Force on Clinical Practice Guidelines and the Heart Rhythm Society in Collaboration With the Society of Thoracic Surgeons“. Circulation (enska). 140 (2). doi:10.1161/CIR.0000000000000665. ISSN 0009-7322.