Fyrsta Formósusundsdeilan
Fyrsta Formósusundsdeilan voru stutt vopnuð átök milli Alþýðulýðveldisins Kína og Lýðveldisins Kína á Taívan á 6. áratug 20. aldar. Deilan hófst 3. september 1954 með því að Alþýðulýðveldið hóf loftárásir á eyjar við meginland Kína þar sem Lýðveldið Kína hafði skömmu áður hafið hernaðaruppbyggingu með það fyrir augum að gera innrás. Eftir nokkur átök náði Alþýðulýðveldið að leggja Yijiangshan-eyjar og Tachen-eyjar undir sig en her Lýðveldisins hörfaði með aðstoð Bandaríkjaflota. Þann 1. maí 1955 var samið um vopnahlé.