Frystitæki
Frystitæki eru tæki til að frysta matvæli. Geta ýmist verið plötufrystar eða lausfrystar. Plötufrystar hafa beina snertingu við matvöruna og eru yfirleitt notaðir til að frysta mikið magn. Það eru bæði til láréttir og lóðréttir plötufrystar. Láréttu plötufrystarnir frysta oft verðmætari vöru og þar er vörunni yfirleitt raðað í einhverjar pakkningar.