Frjóhnappur
Frjóhnappur (eða frjóknappur) er efstu hluti fræfilsins og inniheldur frjóduftið. Neðri hluti fræfilsins er venjulega mjór og það er hann sem nefnist frjóþráður. Efst á honum er frjóhnappurinn. Frjóhnappurinn skiptist í tvær tvírýmdar frjóhirslur, og innan í þeim verður frjóduftið (pollen) til, en það eru örsmá korn, sem hið karllega frjóefni er falið í.
Blómhlutar
Hlutar fullþroska blóms.