Fritillaria agrestis
Fritillaria agrestis er tegund vepjulilju sem var fyrst lýst af Edward Lee Greene. Hún finnst eingöngu í Kaliforníu, þar sem hún finnst í dreift frá Mendocino County og Butte County til Ventura County.[1] Hún vex í þungum jarðvegi, sérstaklega leirjarðvegi. Ekki algeng.[2]
Stækju-Vepjulilja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Fritillaria agrestis (Greene) Greene | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Fritillaria biflora var. agrestis Greene |
Lýsing
breytaFritillaria agrestis hefur uppréttan stöngul sem nær um hálfum meter á hæð með klump af 5 til 12, löngum, mjóum blöðum í hvirfingu við stofn. Lútandi blómin eru bjöllulaga, hvert um 3 sentimetra langt og stundum sveigð til endanna. Þau eru hvít með grænleitar eða bleikleitar merkingar á ytri hlið blóma og fjólu-brún að innan. Blómið hefur óviðkunnanlega lykt.[3][4][5]
Tilvitnanir
breyta- ↑ Biota of North America Program
- ↑ Calflora taxon report Fritillaria agrestis E. Greene stinkbells
- ↑ Flora of North America v 26 p 187, Fritillaria agrestis
- ↑ Greene, Edward Lee. 1895. Erythea 3(4): 67–68.
- ↑ Greene, Edward Lee. 1894. Manual of the Botany of the Region of San Francisco Bay 311, as Fritillaria biflora var. agrestis.