François Walthéry
François Walthéry (fæddur 17.janúar 1946) er belgískur myndasöguteiknari og -höfundur. Hann starfaði lengi á myndasögublaðinu Sval (f. Spirou), m.a. sem aðstoðarmaður Peyo, höfundar Strumpanna. Hann teiknaði að hluta nokkrar bækur um Strumpana, Steina sterka og Hinrik og Hagbarð sem komið hafa út á íslensku. Walthéry er þó líklega þekktastur fyrir myndasögur sínar um flugfreyjuna Natösju (f. Natacha) sem hófu göngu sína árið 1970, en þær hafa ekki verið þýddar á íslensku. Natasja er ein fyrsta kvenhetjan sem birtist á síðum myndasögublaðsins Svals.