Framtíðarsýn
Framtíðarsýn er það þegar maðurinn reynir að ímynda sér á vissum tímapunkti hvernig framtíðin muni verða, hvernig umhorfs verði þá í efnahagslegu tilliti, pólitísku eða tæknilegu. Framtíðasýn er mikilvægur hluti af vísindaskáldsögum, sbr. t.d. Karel Čapek og H. G. Wells.
Framtíðarsýn er sérlega vinsælt hugtak í munni stjórnmálamanna, enda er það verkefni þeirra að framtíðin verði betri en hún er núna, hvernig sem staðan er. Einnig lýsir það þeirri braut sem flokkur hans hefur markað sér.