FoodCo er íslenskt fyrirtæki sem rekur 20 veitingastaði undir 7 vörumerkjum. Jóhann Þórarinsson er forstjóri FoodCo. Skrifstofur fyrirtækisins eru til húsa í Ármúla 13 í Reykjavík.[1]

Um 500 manns vinna á veitingastöðum fyrirtækisins víða um Ísland en fyrirtækið á og rekur veitingastaðina Aktu taktu, Eldsmiðjuna, Kaffivagninn, Saffran, Pítuna, American Style og Roadhouse.[2]

FoodCo er skráð í fyrirtækjaskrá með kennitölu sem gefur til kynna að fyrirtækið sé stofnað árið 2002.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Heimilisfang á vefsíðu FoodCo“.
  2. „Viðskiptablaðið, grein um FoodCo (sótt 30. september 2015 kl. 10:59)“.
  3. „Skráning í fyrirtækjaskrá“.

Tenglar

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.