Folald er afkvæmi hests og hryssu og telst vera folald þar til það er orðið eins vetra. Aldursár hesta eru talin í vetrum. Folald er aðeins folald fram yfir fyrsta veturinn, þá verður það að trippi og er trippi á aldrinum 1–3 vetra. Folöld sem ganga undir móður sinni nefnast dilkhestar. Ef folald er haustkastað er það kallað haustungur.

Folald sem sýgur móður sína

Eitt og annað

breyta
  • Orðið fyl [1] er stundum haft um folald, en þó oftast um um ófætt folald: hryssa með fyli. Orðið Fylsuga er haft um hryssu sem folaldið gengur undir (sýgur).
  • Folald getur orðið til úr tveimur eggjum í móðurkviði. Framhlutinn er þannig tvíburi afturhlutans. Fyrirbærið er afar sjaldgæft. [2]

Tilvísanir

breyta
  1. Fyl; af Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  2. „Tvíburi sjálfs síns; af Rúv.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2009. Sótt 22. júlí 2009.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.