Flying Dutchman
Flying Dutchman eða Hollendingurinn fljúgandi er hraðskreið 20 feta (6,06 metra) löng tvímenningskæna. Flying Dutchman er með mikinn seglaflöt og búin trapisu fyrir áhöfnina. Báturinn varð til vegna vonbrigða sem Conrad Gülcher varð fyrir með alþjóðlegu kappsiglingagerðina Tornado sem Alþjóða kappsiglingasambandið hafði átt upptökin að seint á 5. áratugnum og siglingafélag Gulchers, Konunglega siglingafélagið í Loosdrecht, hafði keypt sex eintök af. Hann fékk því skipahönnuðinn Uus Van Essen í lið með sér til að hanna nýja hraðskreiða tvímenningskænu og fyrsta eintakið af Flying Dutchman leit dagsins ljós haustið 1951.
Upphaflega var báturinn með sama reiða og Tornado að viðbættu genúasegli og trapisu. FD var valinn ólympíubátur 1953 eftir prófanir í La Baule í Frakklandi.
Tenglar
breyta- Vefur International Flying Dutchman Class Geymt 28 febrúar 2008 í Wayback Machine